Vinnustofa á vegum NVL (Nordisk Netværk for Voksnes Læring) og Norrænu ráðherranefndarinnar fór fram síðast liðinn þriðjudag í Kaupmannahöfn. Markmiðið var að meta starfsemi Norræna tengslanetsins um nám fullorðinna (NVL) og heyra raddir mismunandi aðila frá Norðurlöndunum til að hafa áhrif á áherslusvið næstu ára.

Sólveig Hildur Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Mímis, sótti fundinn fyrir hönd Kvasis – samtaka fræðslu- og símenntunarmiðstöðva á Íslandi en Sólveig er formaður stjórnar Kvasis. Á fundinum voru einnig fjórir fulltrúar frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins til að taka þátt í umræðunum um framtíð NVL

Heimasíða NVL: 

https://nvl.org/

Facebook-síða NVL:

NVLDialogWeb