14. janúar, 2025
Þann 9. janúar síðast liðinn fékk starfsfólk Mímis fræðslu frá Securitas um öryggisþætti á vinnustöðum er varða umhverfi og aðbúnað starfsmanna. Einnig var farið yfir áherslur í framkomu starfsmanna ef upp koma óþægilegar aðstæður á vinnustaðnum. Námskeiðinu var ætlað að dýpka skilning starfsmanna á að lesa rétt í fjölbreyttar aðstæður og bregðast við á viðeigandi hátt.
Leiðbeinendur Securitas búa að áralangri reynslu á sviði öryggismála og var starfsfólk Mímis ánægt með námskeiðið.