Mímir kynnir fjóra nýja starfsmenn til leiks; Hörpu Sif Þórsdóttur, Karen Guðmundsdóttur, Joanna Dominiczak og Svanhvíti Bragadóttur. Joanna bætist í góðan hóp verkefnastjóra og mun hún ásamt öðru sinna verkefnum sem snúa að innflytjendum í tengslum við vinnumarkaðsátakið “Nám er tækifæri” sem er í samstarfi við Vinnumálastofnun. Þær Harpa og Karen bætast í hóp náms- og starfsráðgjafa hjá Mími og munu þær meðal annars sinna ráðgjöf í samstarfi við stéttarfélög og Vinnumálastofnun ásamt því að veita markhópi framhaldsfræðslulaga ráðgjöf. Svanhvít hóf störf sem verkefnafulltrúi í lok síðasta árs. Meginverkefni Svanhvítar er að annast húsnæði, aðstöðu og tækni en hún mun einnig grípa í almenn verkefni þjónustuteymis sem starfar saman sem ein heild. Við bjóðum Hörpu, Karen, Joanna og Svanhvíti velkomnar til starfa og hlökkum til samstarfsins.
Joanna Dominiczak | Harpa Sif Þórsdóttir | Karen Guðmundsdóttir | Svanhvít Bragadóttir |