Mímir kynnir fjóra nýja starfsmenn til leiks; Hörpu Sif Þórsdóttur, Karen Guðmundsdóttur, Joanna Dominiczak og Svanhvíti Bragadóttur. Joanna bætist í góðan hóp verkefnastjóra og mun hún ásamt öðru sinna verkefnum sem snúa að innflytjendum í tengslum við vinnumarkaðsátakið “Nám er tækifæri” sem er í samstarfi við Vinnumálastofnun. Þær Harpa og Karen bætast í hóp náms- og starfsráðgjafa hjá Mími og munu þær meðal annars sinna ráðgjöf í samstarfi við stéttarfélög og Vinnumálastofnun ásamt því að veita markhópi framhaldsfræðslulaga ráðgjöf. Svanhvít hóf störf sem verkefnafulltrúi í lok síðasta árs. Meginverkefni Svanhvítar er að annast húsnæði, aðstöðu og tækni en hún mun einnig grípa í almenn verkefni þjónustuteymis sem starfar saman sem ein heild. Við bjóðum Hörpu, Karen, Joanna og Svanhvíti velkomnar til starfa og hlökkum til samstarfsins.  

Joanna Dominiczak Harpa Sif Þórsdóttir Karen Guðmundsdóttir Svanhvít Bragadóttir