Um fimmtíu manns sóttu jólaboð Mímis sem haldið var nemendarými Mímis að Höfðabakka 9 í dag, miðvikudaginn 18. desember. Meðal gesta voru kennarar og starfsfólk hjá Mími, sem og matsaðilar í raunfærnimati.

Sólveig Hildur Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Mímis, bauð gesti velkomna og talaði meðal annars um mikilvægi trausts í ávarpi sínu.

„Við erum þakklát fyrir það traust sem nemendur sýna Mími en hátt í þrjú þúsund nemendur sækja nám hjá Mími á hverju ári. Traust verður ekki til á einum sólarhring heldur er það áunnið; afrakstur mikillar vinnu og aðkomu margra aðila í fjöldamörg ár,“ sagði Sólveig Hildur. „Förum áfram vel með það traust sem okkur er sýnt og berum virðingu fyrir því. Þá er ég ekki aðeins með Mími í huga heldur lífið sjálft,“ sagði Sólveig Hildur og færði viðstöddum þakkir fyrir gjöfult starf á árinu og bestu óskir um gleðilega jólahátíð.

Halldóra Geirharðsdóttir var með jólahugvekju og sagði frá þroskasögu sinn í átt að bættri heilsu og betri lífsgæðum. Hún fjallaði um mikilvægi þess að elska sjálfan sig sem og aðrar eða eins og hún kom vel að orði „Ég elska þig, Dóra.“

Mímir óskar öllum gleðilegra jóla með þökk fyrir árið sem er að líða.

Hér má sjá myndir frá boðinu