Mímir-Símenntun hefur fest sig í sessi sem prófamiðstöð fyrir nemendur Háskólans á Akureyri (HA) og Háskólans á Bifröst og sífellt fleiri nemendur háskólanna þreyta prófin hjá okkur.

Prófatörnin byrjaði 27. nóvember þegar nemendur á Bifröst byrjuðu að koma í hús. Um 250 nemendur komu til okkar í Höfðabakkann í próf frá Bifröst vikuna 27. nóvember til 1. desember. Sjúkra- og endurtektarpróf voru síðan 18. og 19. desember og þá komu nokkrir nemendur til okkar í próf.

Próf hjá HA hófust 29. nóvember og kláruðust þau 15. desember. Það komu tæplega þúsund nemendur til okkar í próf frá HA.

Tæplega 1300 próf hafa verið lögð fyrir frá 27. nóvember í húsnæði Mímis. Við höfum verið með frábæran hóp af yfirsetum sem hafa aðstoðað okkur í þessum prófum og þá hefur starfsfólk Mímis hjálpast að við að láta allt ganga upp.

Næsta lota hefst í janúar þegar sjúkra- og endurtektarpróf HA hefjast þann 3. janúar og lýkur 10. janúar.