Þann 12. maí sl. tók starfsfólk Mímis á móti þremur kennurum sem kenna finnsku sem annað mál fyrir alþjóðlega hjúkrunarfræðinema við Tampere University of Applied Sciences í Finnlandi.
Tilefni heimsóknarinnar var að kynnast því hvernig tungumálakennsla og aðlögun erlendra hjúkrunarfræðinga fer fram hér á landi, hvaða kröfur eru gerðar til íslenskukunnáttu og hvernig þær eru útfærðar innan íslenska heilbrigðiskerfisins.
Á fundinum var rætt um sameiginlegar áskoranir og tækifæri í kennslu heilbrigðisstarfsfólks á nýju tungumáli. Einnig deildu kennararnir reynslu sinni og bestu starfsvenjum frá Finnlandi. Jafnframt var rætt um kennsluaðferðir, stuðning fyrir nemendur og mikilvægi þess að tengja tungumálanámið við starfsumhverfið frá upphafi.
Heimsóknin var bæði lærdómsrík og uppbyggileg. Hún skapaði vettvang fyrir dýrmætt samtal milli fagfólks frá tveimur löndum sem glíma við svipaðar áskoranir í tungumálakennslu og starfsþróunar innan heilbrigðisgeirans.