Hjá Mími – símenntun má finna áhugaverð, starfstengd námskeið sem miða að þeim sem starfa inna ferðaþjónustunnar. Námskeiðin eru niðurgreidd af Fræðslusjóði. Markmið námsins er að auka leikni og hæfni þeirra sem starfa í ferðaþjónustu en námið miðar að því að efla sjálfstraust og frumkvæði starfsmanna og gefur þeim að auki haldbæra þekkingu á þjónustu við viðskiptavini, menningarlæsi og samskiptum. Að auki er tekið á námsþáttum eins og samskiptum og staðarþekkingu.

Námið hefur hlotið ánægjulegar viðtökur hjá nemendum og er jafnt fyrir starfsmannahópa eða einstaklinga.