18. apríl, 2023
Farsælt samstarf hefur verið milli Mímis og Virk í gegnum tíðina en fjölmargir þjónustuþegar Virk hafa nýtt sér námsframboð hjá Mími, sem og náms- og starfsráðgjöf.
Síðastliðinn fimmtudag kíktu þær Ásta Sölvadóttir sviðsstjóri, Freyja L. Norðdal og Líney Árnadóttir, sérfræðingar frá Virk, í heimsókn í Mími og fengu kynningu á starfsemi Mímis og framboði fræðslu.
Kristín Erla Þráinsdóttir og Karen Guðmundsdóttir ráðgjafar og Sigríður Dr. Jónsdóttir sviðsstjóri tóku á móti þeim og buðu auðvitað upp á dýrindis köku í leiðinni.