Fagnám verslunar og þjónustu var formlega sett af stað í Verslunarskóla Íslands í vikunni. Námið er samstarfsverkefni Mímis, Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, VR, Samtaka verslunar og þjónustu, Starfsmenntasjóðs verslunar- og skristofufólks og Verslunarskólans auk þriggja fyrirtækja í verslun: Samkaupa, Lyfju og Húsasmiðjunnar. 

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins þróaði raunfærnimatshluta verkefnisins fyrir bóklegar greinar og starfsnám en Mímir sá um framkvæmd þess auk stuðnings og þjónustu við nemendur. 

Námið er alls 90 einingar, 60 í bóknámi og 30 í starfsnámi. 

Nemendur eru alls 20 og þar af eru nokkrir í fjarnámi. Nemendur eiga það sameiginlegt að hafa víðtæka reynslu af verslunarstörfum en þeir fengu allir allar einingar metnar í starfsnámshluta námsins. Raunfærnimat fyrir bóklega hlutann stendur nú yfir. 

Fulltrúar samstarfsaðila voru viðstaddir er náminu var formlega hleypt af stokkunum. Myndir eru birtar með góðfúslegu leyfi framkvæmdastjóra Fræðslumiðstöðvar og ljósmyndara VR.