Kristín Erla Þráinsdóttir, náms- og starfsráðgjafi og fagstjóri ráðgjafar og raunfærnismats hjá Mími-símenntun, skrifaði nýverið grein í Gátt-Veftímarit um fullorðinsfræðslu. Greinin fjallar um raunfærnimat og Fagbréf atvinnulífsins í verslunarstörfum og hversu mikilvæg formleg staðfesting á hæfni skiptir máli fyrir alla, jafnt einstaklinga sem atvinnurekendur.

Fagbréf atvinnulífsins er mikilvæg viðurkenning fyrir starfsfólk þar sem færni þess og þekking er metin og sýnileiki aukinn. Raunfærnimat í verslun og þjónustu miðar að því að staðfesta hæfni í starfi og stytta nám fólks sem hefur þróað og aukið starfshæfni sína í gegnum þátttöku í atvinnulífinu. Markmiðið er að auka fagmennsku og efla starfsþróun innan verslunar.

Við mælum eindregið með þessum lestri.