Ferðin var liður í Interacte Erasmus + samstarfsverkefni þar sem fimm stofnanir, sem vinna á sviði fullorðinsfræðslu taka þátt. Þetta var þriðja heimsókn verkefnisins. „Móttökuaðilar deildu með okkur bestu þekkingu og reynslu af gagnvirkum námskeiðum í kennslu og námi. Þá sýndu þeir okkur hvernig þeir skipuleggja vinnustofur um þróun og tækninotkun í kennslu og námi. Við skoðuðum einnig hvernig nemendur kennarar og stjórnendur meta eiginframvindu með tækniþekkingu sína í kennslu og námi (SELFIE),“ segir Irma Matchavariani.