Þrír starfsmenn á vegum Mímis – símenntunar fóru til Rómar á Ítalíu dagana 19. júní til 26. júní sl. Það voru þær Irma Matchavariani, verkefnastjóri, Kristín Erla Þráinsdóttir, náms- og starfsráðgjafi og Sigríður Droplaug Jónsdóttir, sviðsstjóri.

Tækninotkun í námi í öndvegi

Ferðin var liður í Interacte Erasmus + samstarfsverkefni þar sem fimm stofnanir, sem vinna á sviði fullorðinsfræðslu taka þátt. Þetta var fjórða heimsókn verkefnisins, næst koma samstarfsaðila til Íslands. „Móttökuaðilar deildu með okkur bestu þekkingu og reynslu af gagnvirkum námskeiðum í kennslu og námi. Þá sýndu þeir okkur hvernig þeir skipuleggja vinnustofur um þróun og tækninotkun í kennslu og námi. Við skoðuðum einnig La Scuola Digitale”. The Ministerial Plan for Digital Education in Italy segir Irma Matchavariani.