Þann 24. janúar síðastliðinn útskrifaði Mímir í samstarfi við Rio Tinto, 12 nemendur úr grunnámi í Stóriðjuskólanum.
Mímir heldur utan um námið í samstarfi við Rio Tinto og Fræðslusjóð og er kennt í húsnæði Rio Tinto. Sigríður Droplaug Jónsdóttir er verkefnastjóri námsins fyrir hönd Mímis.
Námið er ætlað þeim sem sinna starfi í stóriðju þar sem bræðsluofnar eða rafgreiningarker eru burðarásar í framleiðslunni og rafgreining, efnisvinnsla, steypa, kerfóðrun, flutningar, rannsóknir, ofngæsla, mölun og sigtun eru meðal þess sem þarf til framleiðslunnar.
Tilgangur námsins er að auka hæfni starfsfólks til að sinna fjölbreyttum störfum í stóriðju, auka öryggi við vinnu, styrkja starfs- og samskiptahæfni, auka starfsánægju og gera vinnustaðinn eftirsóknarverðari, ásamt því að auka verðmætasköpun, auðvelda innleiðingu breytinga og styrkja samkeppnisstöðu stóriðjufyrirtækja.
Mímir óskar útskriftarnemendum til hamingju með áfangann og þakkar Rio Tinto gott samstarf.