English below

Í ljósi hertra viðmiða um sóttvarnir og 2 metra nándarreglu sem tekur gildi á miðnætti 7. október, þurfum við að breyta kennsluháttum í Mími. Staðkennsla mun færast yfir á stafrænt form, þó með nokkrum undantekningum.  

Á morgun, miðvikudag 7. október, mun öll staðkennsla falla niður á meðan unnið er að því að ákveða og skipuleggja fyrirkomulag kennslu fyrir næstu vikur. Sú staðkennsla sem fellur niður á morgun mun fara fram síðar. Við munum senda þér tölvupóst síðdegis á morgun, miðvikudag, þar sem fram koma upplýsingar um framhaldið. Athugið að fjarkennsla heldur áfram samkvæmt áætlun. 

Okkur þykir leitt að þurfa að gera breytingar á fyrirkomulagi kennslunnar en við fylgjum að sjálfsögðu fyrirmælum sóttvarnaryfirvalda. Öryggi nemenda okkar mun ávallt vera í fyrirrúmi. 

Farið varlega kæru nemendur og kennarar og góðar kveðjur frá starfsfólki Mímis.  

No onsite classes Wednesday, October 7th 

Due to stricter infection control measures that will take effect by midnight this Thursday, October 6th, we need to make changes to Mímir’s teaching arrangements.  Most teaching will be carried out over the internet, although with certain exceptions. Tomorrow, Wednesday October 7th, all onsite teaching will be cancelled while teaching arrangements for the next few weeks will be organized.  All onsite lessons that are cancelled tomorrow, Wednesday, will take place at a later stage.  Tomorrow afternoon, we will send out an e-mail with further information. Online teaching will continue as before and is not cancelled tomorrow.  

We are sorry for the inconvenience due to the changes of the teaching arrangements, but we have no choice but to follow the instructions of Icelandic Civil Defence and Health Authorities. The safety of our students will always remain our most important priority. 

Take care, dear students and teachers, and stay safe.  Best greetings from the Mímir staff.