Menntaverðlaun atvinnulífsins voru veitt á Menntadegi atvinnulífsins sem fór fram í Hörpu 14. febrúar síðastliðinn. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn. Verðlaunin eru veitt þeim fyrirtækjum sem skara fram úr í fræðslu- og menntamálum og erum við hjá Mími stolt af samstarfi okkar við verðlaunahafana.

Samstarf Mímis við ELKO fólst í framkvæmd raunfærnimats á móti Fagnámi í verslun og þjónustu í samstarfi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, VR, Samtök verslunar- og þjónustu og Starfsmennasjóð verslunar- og skrifstofufólks og Verslunarskólann.

Við hjá Mími óskum verðlaunahöfum hjartanlega til hamingju.

Sjá nánar á vef samtaka atvinnulífsins https://www.sa.is/frettatengt/frettir/elko-er-menntafyrirtaeki-arsins-2024