Mikill áhugi er á dyravarðanámi hjá Mími. Námið hentar báðum kynjum, en í frétt mbl.is sem finna má hér, segir Perla Dolon Dögg Jensdóttir, dyravörður frá náminu og starfinu.

Á námskeiðinu eru kennd fög sem snerta starfið með beinum hætti. Meðal annars fyrsta hjálp, samskipti almennt og samskipti við erfiða einstaklinga. Þá er farið í brunavarnir og sjálfsvörn svo eitthvað sé nefnt.

Námið er í samstarfi Mímis, Reykjavíkurborgar og Lögreglunnar á höfuborgarsvæðinu. Nauðsynlegt er fyrir starfandi dyraverði að sækja námskeiðið en með því fá þeir svo kallað dyravarðaskírteini sem hefur gildistíma í þrjú ár. 

Þeim sem vilja kynna sér námskeiðið frekar geta skoðað það á vefsíðunni undir flipanum Nám.