Dagana 28. - 29. október fengum við góða gesti í heimsókn en svokallaður kick-off fundur Nordplus verkefnisins Discover Iceland and Sweden fór fram í Mími. 

Fundurinn var sá fyrsti í nýju tveggja ára verkefni sem Mímir er samstarfsaðili að ásamt Soros International House í Litháen og More Mosaic í Svíþjóð. Markmiðið með samstarfinu er að skapa fræðsluvettvang á netinu sem kynnir íslenskt og sænskt tungumál og menningu og þar með leitast við að auka gagnkvæman skilning, virðingu og umburðarlyndi meðal ungs fólks á Norðurlöndum og á Eystrasaltssvæðinu. Auk þess að veita ungu fólki tækifæri til að þróa færni sína í sjálfsnámi á netinu og auka stafræna hæfni.