Í dag er dagur náms- og starfsráðgjafa. Í tilefni hans birtum við mynd af náms- og starfsráðgjöfum Mímis til að vekja athygli á mikilvægi þeirrar þjónustu sem náms- og starfsráðgjafar veita. Náms- og starfsráðgjafar Mímis sinna fjölbreyttum verkefnum og eru alltaf til taks sem stuðningur fyrir nemendur Mímis.

Í ráðgjöf Mímis er veitt persónuleg og fagleg ráðgjöf. Náms- og starfsráðgjafarnir veita leiðsögn um nám og skipulag í námi, styðja við starfsleit og starfsþróun og veita þjónustu við raunfærnimat og áhugasviðskannanir.

Viðtöl við markhóp framhaldsfræðslunnar eru einstaklingum að kostnaðarlausu. Ráðgjöfin er trúnaðarmál og opin öllum 18 ára og eldri.

Ef þú, eða einhver sem þú þekkir, getur nýtt sér þjónustu náms- og starfsráðgjafa er hægt að panta viðtal hér