Í dag, 16. nóvember, er dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlega og að sjálfsögðu fögnuðum við í Mími deginum saman.

Markmið dags íslenskrar tungu er að minna á mikilvægi íslenskrar tungu og gleðjast og fagna sögu hennar, samtíð og framtíð. Dagurinn er haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember ár hvert.

Við hjá Mími ákváðum að gleðjast saman og skella í hópsöng og sungum bæði Á íslensku má alltaf finna svar eftir Þórarin Eldjárn og Atla Heimi Sveinsson og þjóðlagið Dýravísur (hani, krummi, hundur, svín) eftir Pál Vídalín.

Gunnlaugur Bjarnason, íslenskukennari hjá Mími, leiddi sönginn. 

Þetta var einstaklega skemmtilegt uppbrot og óskum við öllum nær og fjær til hamingju með daginn.

Hér má hlýða á brot af söngnum.