Mímir hlaut nýverið NordPlus styrk til að þróa námskeið sem miðar að því að styrkja stöðu eldra starfsfólks á vinnumarkaði með tilliti til stafrænnar hæfni. 

Verkefnið sem ber heitið „Be digital – Social Media Skills for 50+“ hlaut 14350 evra styrk eða um tvær milljónir íslenskar krónur en um er að ræða samstarfsverkefni fjögurra landa; Íslands, Noregs, Lettlands og Litháen.

Unnið verður að því að hanna námskeið fyrir hópinn sem vinnustaðir geta boðið starfsfólki sínu að sækja, sem og stéttarfélög sínum félagsmönnum en markmiðið er að auka færni fram að starfslokum og áfram.

Verkefnið er til tveggja ára og hefst með „kickoff“ fundi á Íslandi í október 2019.