Á tímum Covid-19 er ekki í boði að verðast á milli landa til að funda vegna samstarfsverkefna og hefur því verið notast við fjarfundaformið síðan í vor. Norplus verkefnið Be Digital er samstarfsverkefni Íslands, Lettlands, Litháen og Noregs og snýst um að búa til námskeið í notkun samfélagsmiðla fyrir 50 ára og eldri. Í vikunni var haldinn fjarfundur þar sem næstu skref voru rædd en auk kynnti fulltrúi frá hverju landi fyrir sig framkvæmd og endurgjöf prufunámskeiða sem haldin voru í hverju landi fyrir sig í október.