„Góðum árangri Mímis er fyrst og fremst öflugu og metnaðarfullu starfsfólki að þakka, sem og okkar traustu kennurum og nemendum“, segir Sólveig Hildur Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Mímis í ársskýrslu félagsins 2019 sem hún kynnti á aðalfundi félagsins sem haldinn var  með rafrænum hætti miðvikudaginn 27. maí. 

Í kjölfar fundarins tók ný stjórn við en hana skipa Eyrún Björk Valsdóttir frá ASÍ sem jafnframt er formaður stjórnar, Sólveig Lilja Snæbjörnsdóttir, varaformaður, frá VR, Ragnar Ólason frá Eflingu, Lilja Sæmundsdóttir frá FHS og Eyþór Árnason frá Stéttarfélaginu Hlíf. Til vara eru Ingibjörg Ósk Birgisdóttir frá VR, Hilmar Harðarson frá Samiðn og Sólveig Anna Jónsdóttir frá Eflingu. Úr stjórn vék Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir frá ASÍ og voru henni þökkuð góð störf í þágu Mímis.