Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa sagði Helga Lind Hjartardóttir, náms- og starfsráðgjafi, frá náminu og nemendur kynntu sína upplifun af námi í Menntastoðum hjá Mími. 

Í kjölfar fundarins tók ný stjórn við en hana skipa Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir frá ASÍ sem jafnframt er formaður stjórnar, Sólveig Lilja Snæbjörnsdóttir frá VR, varaformaður, Ragnar Ólason frá Eflingu, Lilja Sæmundsdóttir frá FHS og Eyþór Árnason frá Stéttarfélaginu Hlíf. Til vara eru Ingibjörg Ósk Birgisdóttir frá VR, Hilmar Harðarson frá Samiðn og Sólveig Anna Jónsdóttir frá Eflingu. Úr stjórn viku Sigurrós Kristinsdóttir, Linda Baldursdóttir og Þór Pálsson. Voru þeim þökkuð góð störf í þágu Mímis.