Starfsfólk Mímis braut upp hefðbundinn vinnudag fimmtudaginn 11. apríl og varði heilum degi saman til að þjálfa sig í að takast á við nýjar áskoranir í lífi og starfi.  Sérfræðingar voru fengnir til að leiða vinnustofur bæði fyrir og eftir hádegi. Fyrir hádegi kom Bryndís Jóna Jónsdóttir, MA diplóma í jákæðri sálfræði, núvitundarkennari og náms- og starfsráðgjafi. Hún kallar vinnustofu sína "Að næra neistann sinn" og benti hún á ýmis verkfæri til að auka starfsánægju og koma auka á styrkleika sína og annarra. 

Í hádeginu kom Fjóla Pétursdóttir, jógakennari, og sá til þess að viðstaddir teygðu vel úr sér.

Eftir hádegi  var það Ágústa Sigrún Ágústsdóttir, stjórnendamarkþjálfi hjá Proevents, sem stýrði æfingum sem reyndu m.a. á samvinnu, traust og útsjónarsemi. 

Dagurinn var virkilega vel heppnaður og starfsmenn fara endurnærðir inn í vormánuðina.