Það krefst hugrekkis að setjast á skólabekk aftur eftir langt hlé, og því er útskrift úr Menntastoðum Menntastoðum hátíðleg stund. Í máli Ölmu Guðrúnar Frímannsdóttur, verkefna- og kennslustjóra hjá Mími kom fram að nú væru nemendum allar dyr opnar. „Þetta er mikill áfangi og nú standa ykkur allar dyr opnar að frekara námi. Sum ykkar eru nú þegar búnir að ákveða sig hvort sem það eru undirbúningsdeildir háskólanna eða Tækniskólinn. Við, bæði kennarar og starfsfólk erum svo stolt af árangrinum. Þetta er merkileg stund og sem ber að fagna.“

Haraldur, nemandi í Menntastoðum hjá Mími, tók til máls og lýsti sinni reynslu af því að stunda nám í Menntastoðum. „Áður en ég byrjaði í náminu hjá Mími var ég bæði stressaður og kvíðinn að hefja nám að nýju eftir 12 ára fjarveru. En um leið og ég er kominn inn fyrir veggi skólans er mér tekið með opnum örmum, umburðarlyndi og skilning. Bæði frá starfsfólki og kennurum. Eitthvað sem ég hef ekki upplifað áður. Kvíðinn fór um leið og ég byrjaði hjá Mími.“

Það er stór stund í huga starfsfólks, kennara og nemenda að útskrifast. Fyrir starfsfólk og kennara að sjá nemendur vaxta og dafna.

Hjartanlega til hamingju með áfangann.