Markviss greining

Markviss er kerfisbundin greiningaraðferð til að vinna að starfsmannaþróun í fyrirtækjum og stofnunum. Ráðgjafi hjá Mími vinnur greininguna í samstarfi við stjórnendur og starfsmenn sem gefst kostur á að meta þekkingar- og færniþörf fyrirtækisins og skipuleggja uppbyggingu í samræmi við það mat. 

Megin áhersla er lögð á að stjórnendur og aðrir starfsmenn vinni saman að þeirri uppbyggingu sem þörf er á innan fyrirtækis. Fræðsluþarfir heildarinnar, einstakra og/eða mismunandi stafshópa eru greindar með það að markmiði að skapa faglegan farveg fyrir starfsþróun og fræðslumál innan fyrirtækisins. 

Sérfræðingar Mímis hafa hlotið þjálfun og vottun til að nota aðferðarfræðina Markviss. Starfsmenntasjóðir styrkja greiningarferlið.  

Endilega hafðu samband við okkur: 

Inga Jóna Þórisdóttir. 580-1800. ingajona@mimir.is 

Var efnið á síðunni hjálplegt?