Nemendur í Samfélagsfræðslu útskrifast í dag. Samfélagsfræðslan fer fram á þónokkrum tungumálum, en að þessu sinni var um spænskumælandi nemendur að ræða. Kennari þeirra er Marina Mendonca. Aldur þátttakenda er afar breytilegur en öll telja þau að námskeiðið hafi veitt þeim innsýn í íslenskt samfélag. Mímir óskar nemendum innilega til hamingju með áfangann.