Skilmálar vegna greiðslu námsgjalda hjá Mími

Námsgjald á að greiða áður en nám hefst og telst skráning ekki gild fyrr en búið er að ganga frá greiðslu. Greiðsla verður skuldfærð af korti um það bil sem námskeið hefst nema annað sé tekið fram. Hægt er að velja eftirfarandi greiðsluleiðir:

  • Kreditkort
  • Debetkort
  • Netgíró 

 

Vinsamlega athugið að eftir að nám er hafið hefur nemandi skuldbundið sig til að greiða allt námsgjaldið og er því ekki hægt að fá það fellt niður eða endurgreitt.

Námsgjald verður innheimt að fullu ef skráður þátttakandi hættir við að sitja námskeið án þess að hafa  tilkynnt Mími um forföll með tölvupósti á netfangið mimir@mimir.is - að minnsta kosti 48 klukkustundum áður en námskeið hefst. Mímir áskilur sér rétt til að innheimta 10% af námsgjaldi vegna umsýslu ef nemandi hættir við nám áður en það hefst. Ógreiddar kröfur eru sendar í innheimtu hjá Motus með tilheyrandi kostnaði sem fellur á nemandann. Jafnframt er aðgangi nemanda að kennsluvef lokað.

 Mímir endurgreiðir námsgjaldið að fullu ef lágmarksfjöldi þátttakenda næst ekki og námskeiðið er fellt niður.

Tölvupóstur verður sendur sem staðfesting á móttöku umsóknar. Vinsamlegast hafðu samband við Mími, ef þér berst engin staðfesting, í síma 580 1800 eða sendu tölvupóst á mimir@mimir.is

 

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?