Mat á skólastarfi

Kveðið er á um lögbundið innra og ytra eftirlit með gæðum skólastarfs í framhaldfræðslu samkvæmt 14. gr. laga um framhaldsfræðslu. Tilgangur þess er að veita hagsmunaaðilum upplýsingar um árangur og gæði fræðslustarfsins, svo og til þess að tryggja gæði náms og stuðla að umbótum.

Innra mat er í höndum Mímis. Því er stýrt af gæðateymi sem leitast við að virkja starfsfólk, verktaka og nemendur í matsferlinu. Stefnt er að því að þróa heildstætt sjálfsmatskerfi fyrir Mími. Niðurstöður innra mats eru birtar á vef Mímis ásamt áætlunum um umbætur. 

Mímir hlaut fyrst gæðavottun EQM (European Quality Mark) árið 2012. Árið 2018 var fékk Mímir staðfestingu á EQM+ gæðavottun en hún staðfestir gæði raunfærnimats og náms- og starfsráðgjafar auk hönnunar, þróunar og umsýslu fræðslu. 

EQM er hannað til að mæta síauknum kröfum um gagnsemi náms og sameiginleg gæðaviðmið fyrir fræðsluaðila utan hins formlega skólakerfis. EQM tekur mið af:

  • gæðum þjónustunnar sem fræðsluaðili veitir,
  • innri gæðastjórnun og verklagsreglum fræðsluaðila,
  • hvernig núverandi starfshættir samræmast viðurkenndum gæðaviðmiðum.

 

Gæðahandbók

Verklagsreglur, vinnulýsingar, gátlistar og eyðublöð eru skjalfest í gæðahandbók Mímis sem vistuð er á OneQuality, innra gæðakerfi stofnunarinnar. 

Var efnið á síðunni hjálplegt?