VIRK - Starfsendurhæfingarsjóður efndi til svokallaðrar úrræðamessu síðastliðinn föstudag. Þar kynntu þjónustuaðilar VIRK starfsemi sína, en Mímir er á meðal þeirra fyrirtækja sem þjónusta þá sem leita til VIRK. Hjá Mími eru fjölmörg tækifæri fyrir þá sem að vilja endurmeta stöðu sína og stefna að nýjum markmiðum. Meðal þess sem Mímir lagði áherslu á að kynna voru Menntastoðir, Atvinnutengd úrræði og úrræði fyrir einstaklinga með annað móðurmál en íslensku. Það voru þær Þórunn og Kristín Erla , fagstjórar hjá Mími sem sáu um að kynna þau úrræði sem að Mímir hefur upp á að bjóða.