Flokkur: Námsbrautir

Ferðaþjónusta 1

Næsta námskeið: 20. september - 8. október (með fyrirvara um breytingar)

Námið er 40 klukkustundir. 

Hefur þú áhuga á að starfa í ferðaþjónustu eða hefurðu starfað við ferðaþjónustu? Ferðaþjónusta 1 er ætlað þeim sem starfa eða hafa hug á að starfa í ferðaþjónustu og vilja efla færni sína í að takast á við fjölbreytt úrlausnarefni í því starfi.  

Ferðaþjónusta 1 er ætlað þeim sem starfa eða hafa hug á að starfa í ferðaþjónustu og vilja efla færni sína í að takast á við fjölbreytt úrlausnarefni í því starfi.

Náminu er skipt í þrjá sérhæfða hluta: ferðaþjónusta, þjónusta og samskipti og vinnustaðurinn og staðarþekking.

Þú munt öðlast þekkingu og skilning á:

 • upplýsingatækni sem fylgir starfinu
 • starfsemina í heild sinni og starfsumhverfi
 • mikilvægi starfsþróunar
 • helstu notendum og hagsmunaaðilum ferðaþjónustu á Íslandi
 • sínu nærumhverfi sem ferðamannastaðar

Þú munt öðlast leikni í að:

 • safna og vinna úr upplýsingum
 • leita leiða til að leysa verkefni
 • veita gæðaþjónustu í samræmi við verkferla vinnustaðarins
 • leysa ýmis úrlausnarefni sem upp koma undir handleiðslu reyndari starfsmanns
 • fylgja verkferlum vinnustaðarins við móttöku og þjónustu ferðafólks

Þú munt geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem aflað hefur verið til að:

 • sýna ábyrgð í starfi
 • virða almennt siðferði og gildi vinnustaðar
 • fylgja verkferlum vinnustaðarins við móttöku og þjónustu ferðamanna
 • auka þekkingu sína á nærumhverfinu sem ferðamannastaðar
 • vinna samkvæmt gildandi öryggisreglum á vinnustað

Athugið að það er mætingarskylda á námskeiðið. 

Nánari upplýsingar

Irma Matchavariani, s. 580-1800, irma@mimir.is

 

 

Inntökuskilyrði

a. að vera 18 ára eða eldri og hafa ekki lokið framhaldsskólaprófi

eða

b. að hafa undirritað námssamning hjá Vinnumálastofnun

Námsmat

Námsmat byggir á mætingu og virkni í tímum. Mætingarskylda er á námskeiðið. Ekkert lokapróf. 

Kennslustaður

Höfðabakki 9, 110 Reykjavík

Styrkir/niðurgreiðslur

Fræðslusjóðir stéttarfélaganna niðurgreiða námskeiðið. Nauðsynlegt er að greiða fyrir námskeiðið og framvísa svo frumriti af reikningi til viðkomandi stéttarfélags til að fá endurgreiðsluna. Atvinnuleitendur geta sótt um allt að 75% niðurgreiðslu til Vinnumálastofnunar. Námsstyrkir | Vinnumálastofnun (vinnumalastofnun.is)

Stundatafla/kennslufyrirkomulag

 Næsta námskeið: 20. september - 8. október (með fyrirvara um breytingar)

Verð

Fullt verð 15.000 kr. Vinnumálastofnun greiðir allt að 75% af námsgjaldi. Námsstyrkir | Vinnumálastofnun (vinnumalastofnun.is)