Flokkur: Námsbrautir

 

Markmið

 • Að  búa þátttakendur undir störf í ferðaþjónustu
 • Að læra að veita góða þjónustu
 • Að auka þekkingu á samfélagi og umhverfismálum
 • Að þjálfa tölvunotkun til upplýsingaleitar og verkefnavinnu
 • Að þjálfa sjálfstæð vinnubrögð og samvinnu

 

Námsgreinar

 • Gildi ferðaþjónustu
 • Samfélags- og staðarþekking
 • Umhverfismál og ferðaþjónusta
 • Enska
 • Tölvur og upplýsingatækni
 • Skyndihjálp og öryggismál

Þjónusta við ferðamenn er kennd samkvæmt  námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Mennta – og menningarmálaráðuneytið hefur samþykkt að meta megi námið til framhaldsskólaeininga. Námið er niðurgreitt af Fræðslusjóði.

Nánari upplýsingar:

Anna Kristín Gunnarsdóttir. 580-1800. annakristin@mimir.is

Inntökuskilyrði

Allir sem eru 20 ára eða eldri og hafa ekki lokið framhaldsskólaprófi geta sótt námskeiðið.

Námsmat

Námsmat byggir á mætingu og virkni í tímum. Nauðsynlegt er að ná 80% mætingu til að teljast hafa lokið námsbrautinni.

Kennslustaður

Höfðabakki 9, 110 Reykjavík

Styrkir/niðurgreiðslur

Fræðslusjóðir stéttarfélaganna niðurgreiða námskeiðið. Nauðsynlegt er að greiða fyrir námskeiðið og framvísa svo frumriti af reikningi til viðkomandi stéttarfélags til að fá endurgreiðsluna.

Stundatafla/kennslufyrirkomulag

Kennt er á morgnana frá kl. 8.30-12.10 alla virka daga.

Verð

37.000 kr.

Spurt og svarað

Eru próf?

Nei, það eru ekki próf en það er 80% mætingarskylda.

Þarf ég að hafa lokið framhaldssskóla til að sækja námskeiðið?

Nei