Flokkur: Námsbrautir

Stökkpallur

Næsta námskeið verður á vorönn 2022

Viltu komast af stað á ný, í námi eða á vinnumarkaði? Langar þig að efla sjálfstraust og samskiptafærni?

Stökkpallur er sívinsæl námsbraut fyrir alla sem vilja byggja upp eigin samskiptafærni og þjálfa sig í að setja sér markmið og fylgja þeim eftir. Lögð er áhersla á að efla fjármálalæsi, skipulögð vinnubrögð og styðja þátttakendur í að vera meðvitaðri um eigin styrkleika.

Námið er ætlað þeim sem hætt hafa í námi eða á vinnumarkaði af ýmsum orsökum og vilja styrkja sig á ný. Stökkpallur er vottuð námsbraut af Menntamálastofnun á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun. Mögulegt er að meta námið til 10 framhaldsskólaeininga.

Kennari á námsbrautinni er Jóna Margrét Ólafsdóttir, félagsráðgjafi og lektor við Háskóla Íslands. Jóna Margrét hefur víðtæka reynslu af fræðslu og ráðgjöf í faginu.

Lengd námsbrautar: 180 klukkustundir. Námið fer fram hjá Mími-símenntun, Höfðabakka 9, 110 Reykjavík.

Námið er 180 klukkustundir og kennt er á íslensku, ensku eða pólsku.

Nánari upplýsingar: Irma Matchavariani, 580-1800, irma@mimir.is

 

haustönn 2021