Flokkur: Námsbrautir


Hefur þú áhuga á að vinna við sölu,- markaðs- og rekstur eða stofna þinn eigin rekstur?

Sölu-, markaðs- og rekstrarnám NTV og Mímis-símenntunar hentar sérstaklega þeim sem hafa áhuga á að vinna við viðskipta-, sölu- og markaðsmál og þeim sem vilja stofna til eigin reksturs. Eftir námið hefur nemandinn öðlast nægjanlega innsýn og færni í viðskipta-, markaðs- og sölumálum til að undirbúa eigin rekstur eða til að starfa sem sölu- og markaðsfulltrúi stærri fyrirtækja.

sölu

Námið er ætlað fólki sem er 20 ára eða eldra og hefur stutta formlega skólagöngu að baki. Öll fög í náminu eru kennd frá grunni.

Nemendur öðlast þjálfun og hæfni á sviði sölumennsku þar sem rík áhersla er lögð á ábyrgð sölumannsins og hlutverk hans í stefnumótun fyrirtækisins. Í síðari hluta námsins er farið í hagnýta markaðsfræði, fjármálastjórnun og áætlanagerð. Þetta er frábært nám fyrir alla sem starfa við sölumennsku eða eigin rekstur. 

Sölu-, markaðs- og rekstrarnám er kennt samkvæmt  námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Mennta – og menningarmálaráðuneytið hefur samþykkt að meta megi námið til framhaldsskólaeininga. Námið er niðurgreitt af Fræðslusjóði.

Ath. skráning í Sölu- markaðs- og rekstrarnám fer fram hjá NTV, skoli@ntv.is eða í síma 544 4500

Inntökuskilyrði

Allir sem eru 18 ára eða eldri og hafa ekki lokið framhaldsskólaprófi geta sótt námskeiðið

Námsmat

Námsmat byggir á mætingu og virkni í tímum. Nauðsynlegt er að ná 80% mætingu til að teljast hafa lokið námsbrautinni.

Kennslustaður

NTV, Hlíðarsmára 9, 201 Kópavogur

Styrkir/niðurgreiðslur

Fræðslusjóðir stéttarfélaganna niðurgreiða námskeiðið. Nauðsynlegt er að greiða fyrir námskeiðið og framvísa svo frumriti af reikningi til viðkomandi stéttarfélags til að fá endurgreiðsluna.

Stundatafla/kennslufyrirkomulag

Námið er kennt í lotum, þannig að hvert fag er kennt í einu og lýkur með prófi/verkefni áður en haldið er í næsta námshluta. Prófin eru valkvæð en við hvetjum nemendur til að taka þau þannig að hægt sé að votta hæfni þeirra í námslok. 

Verð

108.000 kr.*

*Birt með fyrirvara um breytingar.

Spurt og svarað

Hvaða möguleika gefur þetta nám?

Sölu-, markaðs- og rekstrarnám NTV og Mímis-símenntunar hentar sérstaklega þeim sem hafa áhuga á að vinna við viðskipta-, sölu- og markaðsmál og þeim sem vilja stofna til eigin reksturs. Eftir námið hefur nemandinn öðlast nægjanlega innsýn og færni í viðskipta-, markaðs- og sölumálum til að undirbúa eigin rekstur eða til að starfa sem sölu- og markaðsfulltrúi stærri fyrirtækja. 

Þarf að koma með sína eigin tölvu í skólann?

Nei, NTV-skólinn er fullbúinn tölvum í öllum kennslustofum. Það er aftur á móti mjög gott að nemendur hafi aðgang að tölvum til að æfa sig heima.

Er fjarnám í boði?

Nei ekki að svo stöddu. NTV leggur mikla áherslu á náið samstarf nemenda og leiðbeinanda til að tryggja sem bestan námsárangur.  Á sama hátt byggir námið töluvert á úrlausn hagnýtra verkefna og lifandi umræðu. NTV er að skoða leiðir fyrir fjarnám þar sem þessum gildum er ekki fórnað.  Nemendur geta keypt sér aukalega aðgang að www.netkennslu.is þar sem hægt er að horfa á kennslumyndbönd úr meginhluta námsefnisins. Margir nemendur nýta sér það til upprifjunar og æfinga.

 

 

Ummæli

Mér líkaði best hversu víðfeðmt námið er og hversu vel maður kemst í raun yfir efnið á tiltölulega stuttum tíma. Kennarar skólans eiga upp til hópa hrós skilið fyrir góða kennslu og tilfinningu fyrir efninu.

Nemandi í Sölu-, markaðs- og rekstrarnámi