Flokkur: Námsbrautir

Námsfyrirkomulag

110 klukkustundir í fjarnámi og 20 klukkustundir í staðnámi

Fjarnám hefst 20 september 2021 (birt með fyrirvara um breytingar)

Staðnám: sex þriðjudagar í tímabili: 20. september - 16. desember 2021, kl. 17.10-20.50 (6 skipti alls) (birt með fyrirvara um breytingar)

Nemendur læra um íslenskt samfélag og helstu stofnanir. Krufin eru álitamál og siðareglur túlka skoðaðar. Einnig fá nemendur þjálfun í glósutækni og túlkun á námskeiðinu.

Markmið

-          Að öðlast betri þekkingu á innviðum íslensks samfélags og dýpka orðaforða á því sviði

-          Að skilja betur hlutverk túlks og þjónustunotenda

-          Að skilja betur réttindi og skyldur túlka

-          Að öðlast sjálfstraust sem túlkur í mismunandi aðstæðum

-          Að fá þjálfun í undirbúningi

-          Að fá þjálfun í að túlka

Námsþættir

  • Íslenskt samfélag
  • Helstu stofnanir
  • Siðfræði og álitamál
  • Fjölmenning
  • Aðstæður og öryggi
  • Undirbúningur
  • Umsýsla og þjónusta
  • Túlkunartækni

Námskeið fyrir samfélagstúlka er kennt samkvæmt  námskrá Menntamálastofnunar. Námið er niðurgreitt af Fræðslusjóði. 

Nánari upplýsingar 

Irma Matchavariani. Sími 580-1800. Netfang: irma@mimir.is

Inntökuskilyrði

Námið er ætlað öllum sem eru 18 ára eða eldri og hafa íslenskukunnáttu á stigi 5 að minnsta kosti. 

Námsmat

Námsmat byggir á þátttöku og verkefnaskilum í fjarnámi og mætingu í staðnámi. Nemendur þurfa að mæta í 5 skipti af 6 í staðnámi. 

 Kennslustaður

Staðnám fer fram í Höfðabakka 9, 110 Reykjavík

Styrkir/niðurgreiðslur

Fræðslusjóðir stéttarfélaganna niðurgreiða námskeiðið. Nauðsynlegt er að greiða fyrir námskeiðið og framvísa svo frumriti af reikningi til viðkomandi stéttarfélags til að fá endurgreiðsluna. Atvinnuleitendur geta sótt um allt að 75% niðurgreiðslu til Vinnumálastofnunar. Námsstyrkir | Vinnumálastofnun (vinnumalastofnun.is)

Stundatafla/kennslufyrirkomulag 

Í fjarnáminu fá nemendur verkefni fyrir komandi viku á föstudögum og hafa þeir alltaf 9 daga til að skila þeim (til sunnudagskvölds). Ætlast er til að nemendur taki þátt í stöku spjallþræði meðan á náminu stendur. 

Fjarnám hefst 20. september 2021

Staðnám: sex þriðjudagar í tímabili: 20. september - 16. desember 2021, kl. 17.10-20.50 (6 skipti alls)

 Verð

49.000 krónur (birt með fyrirvara um breytingar)

 

 

haustönn 2021