Flokkur: Námsbrautir

Námsfyrirkomulag

Heildarlengd námsins: 110 klukkustundir

Næsta námskeið: nánar auglýst síðar

Nemendur læra um íslenskt samfélag og helstu stofnanir. Krufin eru álitamál og siðareglur túlka skoðaðar. Einnig fá nemendur þjálfun í glósutækni og túlkun á námskeiðinu.

Markmið

-          Að öðlast betri þekkingu á innviðum íslensks samfélags og dýpka orðaforða á því sviði

-          Að skilja betur hlutverk túlks og þjónustunotenda

-          Að skilja betur réttindi og skyldur túlka

-          Að öðlast sjálfstraust sem túlkur í mismunandi aðstæðum

-          Að fá þjálfun í undirbúningi

-          Að fá þjálfun í að túlka

Námsþættir

  • Íslenskt samfélag
  • Helstu stofnanir
  • Siðfræði og álitamál
  • Fjölmenning
  • Aðstæður og öryggi
  • Undirbúningur
  • Umsýsla og þjónusta
  • Túlkunartækni

Námskeið fyrir samfélagstúlka er kennt samkvæmt  námskrá Menntamálastofnunar. Námið er niðurgreitt af Fræðslusjóði. 

Nánari upplýsingar 

Irma Matchavariani. Sími 580-1800. Netfang: irma@mimir.is

Inntökuskilyrði

Námið er ætlað öllum sem eru 18 ára eða eldri og hafa íslenskukunnáttu á stigi 5 að minnsta kosti. 

Námsmat

Námsmat byggir á þátttöku og verkefnaskilum í fjarnámi og mætingu í staðnámi. Nemendur þurfa að mæta í 5 skipti af 6 í staðnámi. 

 Kennslustaður

Staðnám fer fram í Höfðabakka 9, 110 Reykjavík

Styrkir/niðurgreiðslur

Fræðslusjóðir stéttarfélaganna niðurgreiða námskeiðið. Nauðsynlegt er að greiða fyrir námskeiðið og framvísa svo frumriti af reikningi til viðkomandi stéttarfélags til að fá endurgreiðsluna. 

VMST greiðir 75% af námskeiðsgjaldi en aldrei meira en 80 þúsund krónur á ári. 

Nánar um námsstyrki VMST.  

Stundatafla/kennslufyrirkomulag 

Í fjarnáminu fá nemendur verkefni fyrir komandi viku á föstudögum og hafa þeir alltaf 9 daga til að skila þeim (til sunnudagskvölds). Ætlast er til að nemendur taki þátt í stöku spjallþræði meðan á náminu stendur. 

 

 Verð

41.000 krónur (birt með fyrirvara um breytingar)

 

 

haustönn 2021