Upplýsingatækni - þjónusta og miðlun er ætlað þeim sem sinna eða hafa hug á að sinna starfi á fjölbreyttum vettvangi bæði hjá einkafyrirtækjum og stofnunum við umsýslu, aðlögun og miðlun rafrænna gagna og upplýsinga. Í náminu er lögð áhersla á að námsmenn öðlist hæfni til að nýta helstu hugbúnaðarlausnir til að uppfæra, hýsa og miðla efni á mismunandi formi á vefmiðlum, í gagnagrunnum og skráakerfum fyrirtækja. Einnig er lögð áhersla á að námsmaðurinn öðlist hæfni í að vinna samkvæmt verklagi um öryggi upplýsingakerfa ásamt því að geta fylgt þeim kröfum sem settar eru fram samkvæmt reglum og lögum um meðferð, birtingu og hýsingu upplýsinga. Jafnframt er lögð áhersla á að námsmenn tileinki sér sjálfstæð og öguð vinnubrögð og efli samvinnu og samskiptafærni sína.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Inntökuskilyrði
a. að vera 18 ára eða eldri og hafa ekki lokið framhaldsskólaprófi
eða
b. að hafa undirritað námssamning hjá Vinnumálastofnun
Námsmat
Námsmat byggir á mætingu og virkni í tímum. Mætingarskylda er á námskeiðið.
Kennslustaður
Höfðabakki 9, 110 Reykjavík
Styrkir/niðurgreiðslur
Fræðslusjóðir stéttarfélaganna niðurgreiða námskeiðið. Nauðsynlegt er að greiða fyrir námskeiðið og framvísa svo frumriti af reikningi til viðkomandi stéttarfélags til að fá endurgreiðsluna. Atvinnuleitendur geta sótt um allt að 75% niðurgreiðslu til Vinnumálastofnunar. Námsstyrkir | Vinnumálastofnun (vinnumalastofnun.is)
Stundatafla/kennslufyrirkomulag
Verð
Fullt verð 50.000 kr. Vinnumálastofnun greiðir allt að 75% af námsgjaldi. Námsstyrkir | Vinnumálastofnun (vinnumalastofnun.is)
Skráning á póstlista
Upplýsingar um ný námskeið, tilboð og síðustu sætin á námskeið sem eru að hefjast.