Um námið

Námið er ætlað þeim sem hafa áhuga á að starfa við ýmiskonar meðferð matvæla. Til að mynda þar sem ræktun, úrvinnsla, geymsla og sala afurða fer fram sem og geymslu eða sölu matvæla.  Námið er niðurgreitt af Fræðslusjóði og kennt samkvæmt námskrá vottaðari af Menntamálastofnun. 

Námsgreinar

 • Kynning
 • Vöruþekking
 • Matvælaeftirlit
 • Matvælaörverufræði
 • Gæði og öryggi
 • Þrif og sótthreinsun
 • Sýnatökur og viðmið
 • Ofnæmi og óþol
 • Geymsluþol og skynmat
 • Matvælavinnsla
 • Vinnuverlar
 • Merkingar matvæla
 • Innra eftirlit
 • Að auka hollustu máltíða og tilbúinna matvæla

Styrkur

 Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?

Kannaðu málið!

Inntökuskilyrði

a. að vera 18 ára eða eldri og hafa ekki lokið framhaldsskólaprófi

eða

b. að hafa undirritað námssamning hjá Vinnumálastofnun

Námsmat

Námsmat byggir á mætingu og virkni í tímum. Mætingarskylda er á námskeiðið. 

Kennslustaður

Sýni, Víkurhvarfi 3 í Kópavogi

Styrkir/niðurgreiðslur

Fræðslusjóðir stéttarfélaganna niðurgreiða námskeiðið. Nauðsynlegt er að greiða fyrir námskeiðið og framvísa svo frumriti af reikningi til viðkomandi stéttarfélags til að fá endurgreiðsluna. Atvinnuleitendur geta sótt um allt að 75% niðurgreiðslu til Vinnumálastofnunar. Námsstyrkir | Vinnumálastofnun (vinnumalastofnun.is)

Stundatafla/kennslufyrirkomulag

Kennt er frá 12.30 - 15.50 alla virka daga

Verð

Fullt verð 15.000 kr. Vinnumálastofnun greiðir allt að 75% af námsgjaldi. Námsstyrkir | Vinnumálastofnun (vinnumalastofnun.is)