Flokkur: Námsbrautir

Taktu fyrsta skrefið í að ljúka framhaldsskóla!

24. ágúst - 10. desember (nemendur ljúka námi í júní 2022)

Pantaðu viðtal hjá náms-og starfsráðgjafa áður en þú skráir þig i námið til að kanna þína möguleika.

Panta viðtal

Námið er fyrir einstaklinga, 18 ára og eldri. Þeir sem ljúka námi í Menntastoðum með tilskyldum árangri  geta sótt um í undirbúningsdeildir háskólanna, Keili, HR og Bifröst.

Menntastoðir eru vinsæl námsbraut sem hefur veitt fjölda fólks ný tækifæri í námi og eru nemendur mjög vel undirbúnir fyrir áframhaldandi nám.

Nú er í boði að taka Menntastoðir að fullu í fjarnámi.

Námsgreinar

Smellið á námsgreinar til að fá nánari upplýsingar.

Menntastoðir eru kenndar samkvæmt  námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Mennta – og menningarmálaráðuneytið hefur samþykkt að meta megi námið til framhaldsskólaeininga. Námið er niðurgreitt af Fræðslusjóði.

Nánari upplýsingar 

Alma Guðrún Frímannsdóttir. Sími 580-1800. Netfang: alma@mimir.is

Inntökuskilyrði

a. að vera 18 ára eða eldri og hafa ekki lokið framhaldsskólaprófi

eða

b. að hafa undirritað námssamning hjá Vinnumálastofnun

Námsmat

Námsmat byggir á lokaprófum og verkefnaskilum.

Kennslustaður

Námið fer allt fram í fjarnámi.

Styrkir/niðurgreiðslur

Fræðslusjóðir stéttarfélaganna niðurgreiða námið allt að 90%. Nauðsynlegt er að greiða fyrir námið fyrst og framvísa svo frumriti af reikningi til viðkomandi stéttarfélags til að fá endurgreiðsluna.

Stundatafla/kennslufyrirkomulag

Námið samanstendur af fimm sex vikna lotum og kenndar eru tvær námsgreinar í hverri lotu ásamt námstækni. 

Verð

173.000 kr.*

*Birt með fyrirvara um breytingar

Spurt og svarað

haustönn 2021

Ummæli

Algjörlega frábær kennari, ítarleg og góð kennslumyndbönd, gott aðhald og ekkert fór framhjá manni. Kann svo sannarlega að kenna. Hélt ég mundi aldrei segja þetta, en ég hlakka til næsta stærðfræðiáfanga.

Nemandi í fjarnámi