Flokkur: Námsbrautir

Líf og heilsa – lífsstílsþjálfun

Námið er fyrir þá sem vilja bæta eigin heilsu og þekkingu á helstu áhrifaþáttum góðrar heilsu. Í náminu er lögð áhersla á að fá nemendur til að taka ábyrgð á eigin heilsu með aukinni þekkingu á til dæmis hvernig best megi mæta andlegum áskorunum,  tileinka sér hollt mataræði, fjölbreyttari hreyfingu og fleira. Nemendur fá þjálfun í að setja sér markmið, fylgja þeim eftir og setja heilsu sína í forgang.  

Regluleg eftirfylgni og stuðningur er veittur frá leiðbeinanda allt tímabilið, fyrir hópinn í heild og einstaklinginn. 

Þátttakendum er boðið upp á heilsufarsmælingu í upphafi, og við lok námskeiðsins, til að meta og kanna heilsufarslega stöðu sína. 

Námið er fyrst og fremst hugsað sem forvörn og hvatning til bætra heilsu, en getur einnig nýst fólki með heilsufarsvanda á borð við háan blóðþrýsting, hátt kolesteról eða sykursýki af gerð tvö. 

Námið spannar 300 klukkustundir þar af 60 klukkustundir með leiðbeinanda.

Athugið að það er mætingaskylda á námskeiðið.

Líf og heilsa kennt samkvæmt námskrá sem gefin var út af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og vottuð af Menntamálastofnun. 

Námið er niðurgreitt af Fræðslusjóði.

Nánari upplýsingar:

Rut Magnúsdóttir, 580-1800, rut@mimir.is 

 

Inntökuskilyrði

a. að vera 18 ára eða eldri og hafa ekki lokið framhaldsskólaprófi

eða

b. að hafa undirritað námssamning hjá Vinnumálastofnun

Námsmat

Námsmat byggir á mætingu og virkni í tímum. Mætingarskylda er á námskeiðið. 

Kennslustaður

Höfðabakki 9

Styrkir/niðurgreiðslur

Fræðslusjóðir stéttarfélaganna niðurgreiða námskeiðið. Nauðsynlegt er að greiða fyrir námskeiðið og framvísa svo frumriti af reikningi til viðkomandi stéttarfélags til að fá endurgreiðsluna. Atvinnuleitendur geta sótt um allt að 75% niðurgreiðslu til Vinnumálastofnunar. Námsstyrkir | Vinnumálastofnun (vinnumalastofnun.is)

Stundatafla/kennslufyrirkomulag

 

Verð

Fullt verð 23.000 kr. Vinnumálastofnun greiðir allt að 75% af námsgjaldi. Námsstyrkir | Vinnumálastofnun (vinnumalastofnun.is)