Flokkur: Námsbrautir

Líf og heilsa – lífsstílsþjálfun

Vorönn 2021 – nánar auglýst síðar.

Námið er ætlað fólki sem vill bæta eigin heilsu og markmið námsins er að auka þekkingu námsmanna á áhrifaþáttum heilsu, leikni þeirra í heilsulæsi og hæfni til að taka ábyrgð á eigin heilsu. Í náminu er lögð áhersla á sjálfseflingu, ígrundun, markmiðasetningu og virkni með samvinnunámi og virkum stuðningi leiðbeinenda.

Námið er fyrst og fremst hugsað sem forvörn en getur einnig nýst fólki með heilsufarsvanda á borð við háan blóðþrýsting, hátt kólesteról eða sykursýki af gerð tvö.

Námið spannar 300 klukkustundir þar af 60 klukkustundir með leiðbeinanda.

Nánari upplýsingar: Rut Magnúsdóttir, 580-1800, rut@mimir.is

 

vorönn 2021