Flokkur: Námsbrautir

Leikskólaliðabrú

 

ATH. Skráning fer fram hjá Eflingu, efling@efling.is eða í síma 510-7500

 

Fyrir aðra en félagsmenn Eflingar: sendið póst á mimir@mimir.is

 

Nám á leikskólaliðabrú er ætlað þeim sem vinna á leikskólum við uppeldi og umönnun barna. Það er einingabært og kennt samkvæmt aðalnámsskrá framhaldsskóla.

Nemendur útskrifast sem leikskólaliðar. 

Nám á leikskólaliðabrú tekur mið af því að nemendur séu í starfi á leikskóla. Þeir þurfa að vera orðnir 22 ára, hafa lokið 230 kennslustunda starfstengdum námskeiðum og hafa að minnsta kosti þriggja ára starfsreynslu við uppeldi, umönnun og menntun barna í leikskóla. 

Námið er 30 einingar og er kennt á fjórum önnum, sex til níu einingar á hverri önn.