Flokkur: Study Icelandic

 

spoken icelandicIcelandic spoken 3-4

Áhersla er lögð á að þjálfa þátttakendur í samræðum og frásögn í mismunandi aðstæðum. Umfjöllunarefni eru fjölbreytt og þátttakendur þjálfa samræður gegnum ólíkar nálganir og aðferðir. Námsefni og aðferðir eru m.a. efni af samfélagsmiðlum, tónlist, spil og leikir. Farið er yfir atriði í framburði, málfræði og setningagerð eftir þörfum nemenda hverju sinni. Á námskeiðinu er unnið með áhugasvið og persónuleg námsmarkmið hvers og eins nemanda.

Kunnátta þátttakenda er metin í lok námskeiðsins og þeim veitt ráðgjöf um næstu skref í íslenskunámi sínu.

Mímir er viðurkenndur fræðsluaðili með vottun frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Ráðuneytið veitir viðurkenndum  fræðsluaðilum styrki til íslenskukennslu fyrir útlendinga sem búsettir eru hér á landi, og skráðir eru með lögheimili í Þjóðskrá. Styrkurinn er nýttur til að niðurgreiða námskeiðsgjöld fyrir nemendur í íslensku.

Með því að skrá sig á íslenskunámskeið samþykkir nemandi að hann verði fluttur á milli stiga eða hópa ef þörf er á.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
Spoken Icelandic 3-4 02. nóv - 02. des Mon and Wed 17:10-19:20 Öldugata 23 28,200 kr. Skráning