Hefst 1. nóvember og lýkur 17. nóvember 2021 (með fyrirvara um breytingar)
Tími: Kennt er frá 12.30 - 16.10 alla virka daga
Hefur þú áhuga á að starfa í grunnskóla? Grunnnám fyrir skólaliða er einkum ætlað þeim sem hafa umsjón með grunnskólabörnum í frímínútum, í útivist og á matmálstímum auk þess að ræsta skólahúsnæði og sinna skyldum verkefnum á því sviði. Námið getur einnig nýst þeim sem aðstoða kennara þegar þeir sinna nemendum sem þurfa sérstaka aðstoð svo og þeim sem líta eftir börnum á leikskólum. Líta má á námið bæði sem starfsnám ætlað til að efla þátttakendur í starfi en einnig sem góðan grunn að frekara námi í faginu, t.d. tveggja anna framhaldsskólanámi fyrir þá sem vilja starfa sem skólaliðar.
Athugið að það er mætingaskylda á námskeiðið.
Grunnnám fyrir skólaliða kennt samkvæmt námskrá sem gefin var út af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og vottuð af Menntamálastofnun.
Nánari upplýsingar
Álfhildur Eiríksdóttir. Sími 580-1800. Netfang: alfhildur@mimir.is
Inntökuskilyrði
a. að vera 18 ára eða eldri og hafa ekki lokið framhaldsskólaprófi
eða
b. að hafa undirritað námssamning hjá Vinnumálastofnun
Námsmat
Námsmat byggir á mætingu og virkni í tímum. Mætingarskylda er á námskeiðið.
Kennslustaður
Höfðabakki 9, 110 Reykjavík
Styrkir/niðurgreiðslur
Fræðslusjóðir stéttarfélaganna niðurgreiða námskeiðið. Nauðsynlegt er að greiða fyrir námskeiðið og framvísa svo frumriti af reikningi til viðkomandi stéttarfélags til að fá endurgreiðsluna. Atvinnuleitendur geta sótt um allt að 75% niðurgreiðslu til Vinnumálastofnunar. Námsstyrkir | Vinnumálastofnun (vinnumalastofnun.is)
Stundatafla/kennslufyrirkomulag
Hefst 1. nóvember og lýkur 17. nóvember 2021 (með fyrirvara um breytingar)
Tími: Kennt er frá 12.30 - 16.10 alla virka daga
Verð
Fullt verð 18.000 kr. Vinnumálastofnun greiðir allt að 75% af námsgjaldi. Námsstyrkir | Vinnumálastofnun (vinnumalastofnun.is)
Skráning á póstlista
Upplýsingar um ný námskeið, tilboð og síðustu sætin á námskeið sem eru að hefjast.