Næsta námskeið hefst 26. janúar og lýkur 7. maí 2021
Kennt alla virka daga kl. 8.40-12.00
Pantaðu viðtal hjá náms- og starfsráðgjafa áður en þú skráir þig í námið til að kanna þína möguleika
Grunnmenntaskólinn er tilvalinn grunnur að meira námi. Grunnmenntaskólinn er 200 klukkustunda nám þar sem lögð er áhersla á fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám. Hentar vel fyrir þá sem hafa ekki að fullu lokið grunnskólaprófi eða ekki verið lengi í námi.
Markmið
Námsgreinar
Grunnmenntaskólinn er kenndur samkvæmt námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Mennta – og menningarmálaráðuneytið hefur samþykkt að meta megi námið til framhaldsskólaeininga. Námið er niðurgreitt af Fræðslusjóði.
Nánari upplýsingar
Alma Guðrún Frímannsdóttir. Sími 580-1800. Netfang: alma@mimir.is
Inntökuskilyrði
Allir sem eru 18 ára eða eldri og hafa ekki lokið framhaldsskólaprófi geta sótt námskeiðið
Námsmat
Námsmat byggir á mætingu og virkni í tímum. Nauðsynlegt er að ná 80% mætingu til að teljast hafa lokið námsbrautinni.
Kennslustaður
Höfðabakki 9, 110 Reykjavík
Styrkir/niðurgreiðslur
Fræðslusjóðir stéttarfélaganna niðurgreiða námskeiðið. Nauðsynlegt er að greiða fyrir námskeiðið og framvísa svo frumriti af reikningi til viðkomandi stéttarfélags til að fá endurgreiðsluna.
Stundatafla/kennslufyrirkomulag
Kennt er á morgnana frá kl. 8.40-12.00 alla virka daga.
Verð
75.000 kr.* Nauðsynlegt er að ganga frá greiðslu áður en námið hefst.
*Birt með fyrirvara um breytingar.
Spurt og svarað
Eru próf í Grunnmenntaskólanum?
Nei, það eru ekki próf en það er 80% mætingarskylda.
Kemst ég inn í framhaldsskóla ef það gengur vel í Grunnmenntaskólanum?
Já. Grunnmenntaskólinn á að duga til þess en það eru alltaf skólarnir sjálfir sem hafa lokaorðið.
Hvaða fög eru í Grunnmenntaskólanum?
Það eru stærðfræði, enska, íslenska, upplýsingatækni, námstækni, sjálfstyrking o.fl.
Skráning á póstlista
Upplýsingar um ný námskeið, tilboð og síðustu sætin á námskeið sem eru að hefjast.