Flokkur: Námsbrautir

Grunnmennt 2

Námið er ætlað fólki sem vill byggja upp haldgóða undirstöðu í kjarnagreinunum og undirbúa sig skv. aðalnámskrá framhaldsskóla; íslensku, stærðfræði og erlendum tungumálum með áherslu á ensku og/eða dönsku. Auk þess eru í námskránni mikilvægir námsþættir fyrir daglegt líf og störf: námstækni, samskipti og tölvu- og upplýsingatækni. Námið er á hæfniþrepi 1. Hentar vel þeim sem vilja hefja skólagöngu að nýju á framhaldskólastigi en um leið fara rólega af stað.

200 klukkustundir. 

Næsti hópur: 2. september – 3. desember. Kennt alla daga vikunnar kl. 8:40 – 11:55 

Verð: 75.400 kr. 

Hæfniviðmið náms  

Að loknu námi skal nemi búa yfir færni samkvæmt eftirfarandi hæfniviðmiðum. Nánar er vísað til hæfniviðmiða fyrir einstaka námsþætti:  

Þekking: Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á - mikilvægi góðrar námstækni - almennri tölvuvinnslu - siðferðisgildum við samskipti almennt og á rafrænum miðlum - lykilþáttum ABG (ísl, stæ, ens/dan) við upphaf framhaldsskóla - grunnþáttum sjálfstæðrar vinnu.  

Leikni: Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að - beita viðeigandi námstækni - taka þátt í samvinnu við úrlausn verkefna - tjá sig á skýran og ábyrgan hátt - nýta sér margvíslega tækni í leit að þekkingu og miðlun hennar - vinna á sjálfstæðan og ábyrgan hátt undir leiðsögn.  

Hæfni: Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að - temja sér námsvenjur sem henta - vinna verkefni á skipulegan hátt - sýna virðingu fyrir lífsgildum, mannréttindum og jafnrétti - taka ábyrga afstöðu til eigin velferðar, líkamlegrar og andlegrar - tengja þekkingu sína og leikni við daglegt líf, tækni og vísindi. 

Áfangar  

Íslenska 

Enska 

Stærðfræði  

Tölvu- og upplýsingatækni  

Námstækni, sjálfstyrking og samskipti

Nánari upplýsingar: 

Alma Guðrún Frímannsdóttir. Sími: 580-1800. Tölvupóstur: alma@mimir.is

haustönn 2021