Flokkur: Námsbrautir

Fagnámskeið II í umönnun

ATH. Skráning fer fram hjá Eflingu, efling@efling.is eða í síma 510-7500

Fyrir aðra en félagsmenn Eflingar: sendið póst á mimir@mimir.is

Næsta námskeið verður 31. janúar - 12. apríl 2022. 

Kennsla fer fram mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga kl. 12:40-16:00. 

Fagnámskeiðin eru haldin í samstarfi Mímis símenntunar og Eflingar. Þau eru ætluð þeim sem aðstoða, annast um eða hlynna að sjúkum, fötluðum og öldruðum á einkaheimilum eða stofnunum. Einnig þeim sem aðstoða skjólstæðinga við innkaup, þrif og persónulega umhirðu. Þetta eru tvö námskeið sem eru samanlagt 190 klukkustundir. Annars vegar Fagnámskeið I (95  klukkustundir) og hins vegar Fagnámskeið II (95 klukkustundir). Þátttakendur þurfa að ljúka fyrra námskeiðinu til þess að halda áfram á því seinna. Á fagnámskeiðunum er lögð áhersla á námsþætti sem nýtast starfsmanninum í starfi og einkalífi. Meðal námsþátta á fagnámskeiðunum eru: aðstoð og umönnun, skyndihjálp, sjálfstyrking og samskipti, líkamsbeiting og fleira.

fagnámskeið

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Markmið eru að námsmaður:
  • auki færni sína í námsþáttum fagnámskeiðsins.
  • hafi jákvæð viðhorf til áframhaldandi náms.
  • bæti sjálfsöryggi sitt og auki færni sína í samskiptum við aðra.
  • auki færni sína til að þekkja og tjá tilfinningar sínar, bera virðingu fyrir tilfinningum annarra
  • noti og notfæri sér gagnrýni uppbyggilega.
  • auki færni sína til að setja markmið og vinna markvissar.
  • efli með sér frumkvæði og framtakssemi.
  • þekki starfsskyldur sínar og kröfur sem gerðar eru til starfsmanna.
  • geti greint árangursþætti í starfi sínu og metið frammistöðu sína. hafi mætt í a. m. k. 80% kennslustunda á fagnámskeiðinu.

Fagnámskeiðin eru undanfari náms í Félagsliðabrú.

 

Inntökuskilyrði

Allir sem eru 20 ára eða eldri og hafa ekki lokið framhaldsskólaprófi geta sótt námskeiðið

Námsmat

Námsmat byggir á mætingu og virkni í tímum. Nauðsynlegt er að ná 80% mætingu til að teljast hafa lokið námsbrautinni.

Kennslustaður

Höfðabakki 9, 110 Reykjavík

Styrkir/niðurgreiðslur

Fræðslusjóðir stéttarfélaganna niðurgreiða námskeiðið. Nauðsynlegt er að greiða fyrir námskeiðið og framvísa svo frumriti af reikningi til viðkomandi stéttarfélags til að fá endurgreiðsluna.

Stundatafla/kennslufyrirkomulag

Næsta námskeið verður 31. janúar - 12. apríl 2022. Kennt mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga kl. 12:40-16:00. 

Verð

 Efling greiðir námið fyrir sína félagsmenn. Verð fyrir aðra en félagsmenn Eflingar er 35.000 kr. 

Spurt og svarað

Eru próf?

Nei, það eru ekki próf en það er 80% mætingarskylda.