Flokkur: Vinnumálastofnun

Þjónusta við ferðamenn

Hefst 25.febrúar og lýkur 17.mars

Kennt er frá 12.40 - 16.00 alla virka daga nema föstudaga en þá er kennt frá 12.40 - 14.50

Kennt er á íslensku

Námið er 40 klukkustundir. 

Vinnumálastofnun greiðir 75% af nemendagjaldi fyrir atvinnuleitendur eftir að viðkomandi hefur skráð sig og verið samþykktur af stofnuninni.

Vinsamlega athugið að þeir sem sækja um þessa braut, geta EKKI notað greiðslumátann Vinnumálstofnun í umsóknarferlinu. Nemendur greiða sjálfir fyrir námið og fá endurgreitt hjá Vinnumálstofnum.

Hefur þú áhuga á að starfa í ferðaþjónustu eða hefurðu starfað við ferðaþjónustu? Færni í ferðaþjónustu er ætlað þeim sem starfa eða hafa hug á að starfa í ferðaþjónustu og vilja efla færni sína í að takast á við fjölbreytt úrlausnarefni í því starfi.  

Námsgreinar:

  • Kynning
  • Gildi í ferðaþjónustu
  • Vinnusiðferði
  • Mismunandi þjónustuþarfir
  • Þjónustulund og samskipti
  • Að þróast í starfi
  • Hreinlæti, vellíðan, öryggi
  • Sérhæfing og þjónusta
  • Námslok

Athugið að það er mætingaskylda á námskeiðið. 

Verð: 15.000 kr. 

Nánari upplýsingar: Irma Matchavariani, s. 580-1800, irma@mimir.is