Flokkur: Aðrar brautir

Námskeið fyrir dyraverði 

Næsta námskeið:

10. til 26.febrúar, kennt er á mánudögum og miðvikudögum á milli 17:00 og 20:30

 Course in English starting January 20th - Registration here

Námskeið fyrir dyraverði er unnið í samstarfi við Reykjavíkurborg og Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Námskeiðið er ætlað starfandi dyravörðum og/eða þeim sem hyggjast starfa við dyravörslu. Þá hentar námskeiðið einnig starfsfólki hótela og veitingahúsa sem t.d. vinna næturvaktir. Námskeiðið er starfstengt og er ætlað að efla þátttakendur í starfi.

Helstu námsgreinar eru: 

  • Ábyrgð og hlutverk dyravarða
  • Fyrsta hjálp
  • Fjölmenning
  • Samskipti - erfiðu atvikin
  • Réttindi og skyldur
  • Brunavarnir

 

Að námskeiði loknu fá þátttakendur dyravarðaskírteini sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gefur út en skírteinið gildir í þrjú ár. 

Kennsla fer fram í Mími að Höfðabakka 9, 110 Rvk.

Dyravarðaskírteini 

Sótt er um dyravarðaskírteini á rafrænu formi eða á lögreglustöðinni á Krókhálsi 5b, 2.hæð.  Hægt er að sækja um dyravarðaskírteini til þriggja ára áður en námskeið hefst og verður það þá afhent við námskeiðslok.  

Til að ljúka námskeiðinu þarf að ná minnst 80% mætingu. 

Til viðbótar við námskeiðið þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði til að geta sótt um skírteini:

  • Vera að minnsta kosti 20 ára
  • Hafa ekki gerst sekir/ar um ofbeldis- eða fíkniiefnabrot á síðastliðnum fimm árum. 

Sækja um skírteini hjá lögreglunni

Námskeiðsgjald 

Námskeiðsgjald er 45.000 krónur. Þátttakendur og/eða vinnuveitendur geta sótt um styrk til starfsmenntasjóðs stéttarfélags viðkomandi.  

Mælt er með því að umsækjendur hafi sótt um staðfestingu á umbeðnum skilyrðum frá lögreglunni áður en þeir skrá sig á námskeiðið.

 

Nánari upplýsingar

Álfhildur Eiríksdóttir, s. 580-1800 eða alfhildur@mimir.is

Athugið að ef námskeið er fullt má senda póst á Álfhildi. 

vorönn 2020