Flokkur: Námsbrautir

Almennar bóklegar greinar

Í fyrsta skipti í boði í fjarnámi frá og með hausti 2020! 

Þeir sem ljúka námi og þjálfun í almennum bóklegum greinum hafa hlotið nægan undirbúning til að hefja nám í Menntastoðum.

Námsgreinar

  • Íslenska
  • Danska
  • Enska
  • Stærðfræði
  • Námstækni, sjálfsþekking og samskipti
  • Mat á námi og námsleið

 

Nánari upplýsingar gefur Alma Guðrún Frímannsdóttir í síma 580-1800 eða með tölvupósti alma@mimir.is

Inntökuskilyrði

Allir sem eru 18 ára eða eldri og hafa ekki lokið framhaldsskólaprófi geta sótt um almennar bóklegar greinar

Námsmat

Símat, verkefnaskil og virk þátttaka.

Kennslustaður

Höfðabakki 9, 110 Reykjavík

Styrkir/niðurgreiðslur

Fræðslusjóðir stéttarfélaganna niðurgreiða námið allt að 90%. Nauðsynlegt er að greiða fyrir námið fyrst og framvísa svo frumriti af reikningi til viðkomandi stéttarfélags til að fá endurgreiðsluna.

Stundatafla/kennslufyrirkomulag

Nánar síðar. 

Verð

73.000 krónur (birt með fyrirvara um breytingar)

Spurt og svarað

Hvenær hefst námið?

Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum fer af stað á hverri önn svo lengi sem skráning sé nægjanleg. Á haustin byrja hópar í ágúst en á vorönn í janúar.

Hvenær útskrifast nemendur?

Formleg útskrift er tvisvar á ári, í desember og júní.

haustönn 2020