Kennt er frá 8:30-12:10 alla virka daga. Nemendur ljúka námi og þjálfun í almennum bóklegum greinum á einni önn.
Næsta námskeið hefst 22. janúar 2020.
Þeir sem ljúka námi og þjálfun í almennum bóklegum greinum hafa hlotið nægan undirbúning til að hefja nám í Menntastoðum.
Nánari upplýsingar gefur Alma Guðrún Frímannsdóttir í síma 580-1800 eða með tölvupósti alma@mimir.is
Inntökuskilyrði
Allir sem eru 18 ára eða eldri og hafa ekki lokið framhaldsskólaprófi geta sótt um almennar bóklegar greinar
Námsmat
Símat, verkefnaskil, 80% mætingarskylda og virk þátttaka.
Kennslustaður
Höfðabakki 9, 110 Reykjavík
Styrkir/niðurgreiðslur
Fræðslusjóðir stéttarfélaganna niðurgreiða námið allt að 90%. Nauðsynlegt er að greiða fyrir námið fyrst og framvísa svo frumriti af reikningi til viðkomandi stéttarfélags til að fá endurgreiðsluna.
Stundatafla/kennslufyrirkomulag
Kennt er frá 8:30-12:10 alla virka daga. Nemendur ljúka námi á einni önn
Verð
73.000 krónur (birt með fyrirvara um breytingar)
Spurt og svarað
Hvenær hefst námið?
Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum fer af stað á hverri önn svo lengi sem skráning sé nægjanleg. Á haustin byrja hópar í ágúst en á vorönn í janúar.
Hvenær útskrifast nemendur?
Formleg útskrift er tvisvar á ári, í desember og júní.
Skráning á póstlista
Upplýsingar um ný námskeið, tilboð og síðustu sætin á námskeið sem eru að hefjast.