Mímir, í samstarfi við Hannes Hilmarsson, hefur gefið út rafræna handbók sem ber heitið Að lesa stærðfræði - sjálfsstyrking fyrir nemendur í stærðfræði. Markmið handbókarinnar er fyrst og fremst að greiða veg nemenda í framhaldsfræðslunni gagnvart stærðfræði og veita nemendum sjálfstraust til að takast á helstu hindranir á námsferlinum. Fræðslusjóður styrkti verkefnið.
Í handbókinni er gengið út frá því að „lesa“ stærðfræði en sú aðferðarfræði hefur reynst nemendum í framhaldsfræðslunni vel til að komast yfir þann ótta sem þeir hafa gagnvart stærðfræðinni sem oftar en ekki hefur verið þeirra stærsta hindrun á skólagöngunni. Nemendur sem hefja nám hjá Mími eiga margir sameiginlegt að hafa áður hætt í námi af hræðslu við stærðfræðina og nefna stærðfræðina sem sína stærstu hindrun á námsferlinum.
Hönnuður aðferðarfræðinnar, Hannes Hilmarsson, býr yfir áralangri reynslu af stærðfræðikennslu á framhaldsskólastigi og samtali við bæði nemendur og foreldra þeirra um hindranir í stærðfræðinámi. Hann kennir nú stærðfræði í Menntastoðum hjá Mími. Þá hefur Hannes menntun í faginu, kennarapróf, embættispróf í félagsráðgjöf og hefur lokið námi í fjölskyldumeðferð. Hann hefur jafnframt lokið námi í stjórnun menntastofnana auk fjölda styttri námskeiða í kennslufræði og ráðgjöf. Hann hefur unnið sem skólaráðgjafi og verið ráðgjafi ungs fólks í vanda.
1. kafli: Að lesa stærðfræði - viðkvæmasta fag skólakerfisins.
4. kafli: Að lesa prósentur og vexti.
5. kafli: Að lesa jöfnur í hnitakerfinu I - jafna beinnar línu og fleygbogar.
6. kafli: Að lesa jöfnur í hnitakerfinu II - einingahringur.
7. kafli: Að lesa jöfnur í hnitakerfinu III - deildun, afleiða, stofnfall, heildi.
8. kafli: Að lesa hornföll; cos, sin og tan.
9. kafli: Að lesa logra og lograjöfnur.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Skráning á póstlista
Upplýsingar um ný námskeið, tilboð og síðustu sætin á námskeið sem eru að hefjast.